fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

2,5 milljarðar T-rex risaeðla lifðu á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 07:30

T rex á veiðum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

T-rex risaeðlurnar voru líklegast mjög grimmar enda kjötætur en þær átu líka hræ. Þetta er að minnsta kosti álit vísindamanna. Þær komu mikið við sögu í kvikmyndunum um Jurassic Park og voru þar ekki mjög vinsamlegar. Nú hafa vísindamenn reiknað út að á meðan risaeðlurnar réðu lögum og lofum hér á jörðinni hafi 127.000 kynslóðir T-rex lifað og að fjöldi dýranna hafi verið 2,5 milljarðar í gegnum tíðina.

Eins og kunnugt er réðu risaeðlur lögum og lofum hér á jörðinni fyrir milljónum ára eða allt þar til risastór loftsteinn skall á jörðinni og útrýmdi þeim. Það var til þess að við mennirnir komum síðar fram á sjónarsviðið en við hefðum líklegast ekki átt möguleika á að dafna sem tegund ef risaeðlurnar væru enn til.

Vísindamenn við University of CaliforniaBerkeley, reiknuðu nýlega út fjölda T-rex risaeðla og byggðu útreikninga sína á stærð þeirra, kynþroskaaldri og orkuþörf dýranna. Þetta er í fyrsta sinn sem útreikningur af þessu tagi hefur verið gerður.

Niðurstaðan er auðvitað með ákveðnum skekkjumörkum en vísindamennirnir segja að fjöldi dýranna geti hafa verið allt frá 140 milljónum til 42 milljarða en sennilegasta talan er 2,4 milljarðar að þeirra sögn. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega