fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Danir lána Þjóðverjum 55.000 skammta af bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 06:59

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin samþykkti í gær beiðni frá yfirvöldum í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi um að lána þeim 55.000 skammta af bóluefni AstraZeneca. Dönsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í síðustu viku að hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca og eiga Danir nú 270.000 skammta af því í geymslu.

Í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu kemur fram að fallist hafi verið á beiðni yfirvalda í þýska sambandsríkinu en þau settu sig í samband við dönsk stjórnvöld eftir að tilkynnt var að Danir ætli ekki að nota bóluefnið.

Í samningi Danmerkur og Slésvíkur-Holtsetalands er kveðið á um að Þjóðverjarnir afhendi Dönum 55.000 skammta af samskonar bóluefni eftir ákveðinn tíma.

Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við restina af bóluefninu sem Danir eiga í geymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“