fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Danska lögreglan fann 206 kíló af sprengiefni – „Sögulegur fundur“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 07:33

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan lagði á sunnudaginn hald á 206 kíló af sprengiefni á Amager í Kaupmannahöfn. Efnið var geymt í skúr í íbúðahverfi. Lögreglunni höfðu borist ábendingar um nokkra aðila sem væru líklega með sprengiefni. Fylgst var með viðkomandi og á sunnudaginn var látið til skara skríða og leit gerð í skúrnum. Tveir voru handteknir.

Henrik Andersen, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að magnið væri mjög mikið og að hann myndi ekki eftir að annað eins magn hefði fundist og því væri í lagi að segja þetta „sögulegan fund“.

Annar hinna handteknu, 21 árs karlmaður, tengist skipulögðum glæpasamtökum að sögn lögreglunnar. Ekki er talið að nota hafi átt sprengiefnið við hryðjuverk en lögreglan telur að það tengist glæpasamtökum í Svíþjóð sem hafa verið iðin við sprengjuárásir á undanförnum misserum. Málið er því rannsakað í samvinnu við sænsku lögregluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá