fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Hneykslismál dansks þingmanns vindur upp á sig – „Ríddu geit“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 05:13

Naser Khader fyrir miðju. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski þingmaðurinn Naser Khader er nú í veikindaleyfi eftir að alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur honum nýlega. Þá stigu nokkrir aðilar fram í viðtali við Berlingske og skýrðu frá því að Khader hefði haft í hótunum eftir að fólkið gagnrýndi hann. Á laugardaginn bættist enn við þessar upplýsingar þegar Berlingske skýrði frá nokkrum af ummælum Khader.

„Ríddu geit,“ sagði hann við einn gagnrýnanda 2016 en miðað við umfjöllun danskra fjölmiðla hefur Khader greinilega átt erfitt með að þola gagnrýni á störf sín sem þingmaður Íhaldsflokksins (Konservative) og skoðanir sínar. Hann hefur meðal annars sett sig í samband við vinnuveitendur fólks sem vogaði sér að gagnrýna hann.

Berlingske skýrði einnig frá því að Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins, hafi fengið vitneskju um orðfæri og framkomu Khader í garð gagnrýnenda árið 2016 og hafi þá fengið að vita af fyrrnefndum geitaummælum. Einnig fengu fleiri úr forystu flokksins þá sömu upplýsingar um orðanotkun og hótanir Khader.

Poulsen gagnrýndi Khader í síðustu viku og sagði „óásættanlegt“ að hann hefði sett sig í samband við vinnuveitendur fólks sem gagnrýndi hann.

Khader fór í veikindaleyfi þegar málið kom, segist glíma við mikið álag og þarfnist hvíldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri