fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 18:00

Kínverska CoronaVac bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núverandi bóluefni veita ekki mikla vernd,“ sagði Gao Fu, forstjóri kínversku smitsjúkdómastofnunarinnar á ráðstefnu í Chengdu um helgina og átti þar við kínversku bóluefnin gegn COVID-19. Hann viðraði tvær leiðir til að leysa þennan vanda. Annar er að gefa fólki fleiri skammta af þeim eða auka við magnið í hverjum skammti eða breyta tímanum á milli skammta. Hinn er að nota bóluefni, framleidd með mismunandi tækni, saman.

Ummæli Gao eru sjaldgæf í kínversku ljósi því ráðamenn og embættismenn þar í landi játa sjaldan að eitthvað sé ekki gott. En Gao viðurkenndi að kínversku bóluefnin séu ekki nægilega góð og að úrbóta sé þörf.

Kínverjar hafa verið í forystusæti hvað varðar þróun bóluefna gegn kórónuveirunni og dreifingu þeirra til ríkja um allan heim, þar á meðal til Indónesíu, Simbabve, Tyrklands og Brasilíu.

„Rúmlega 60 ríki hafa heimilað notkun kínverskra bóluefna. Öryggi þeirra og virkni er almennt viðurkennd af mörgum ríkjum,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra í mars.

En það hversu litla vernd kínversku bóluefnin veita gegn veirunni gæti dregið úr áreiðanleika og trúverðugleika herferðar Kínverja við útbreiðslu bóluefna sinna.

Þau tvö kínversku lyfjafyrirtæki sem sjá heiminum fyrir megninu af kínversku bóluefnunum hafa ekki birt niðurstöður um klínískar tilraunir með þau í vísindaritum eða um virkni þeirra. En miðað við það sem fyrirtækin segja þá er virkni þeirra mun minni en annarra bóluefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“