fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Svíþjóðardemókratarnir komast til áhrifa á sænska þinginu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 06:59

Sænska ríkisstjórnin með þinghúsið í bakgrunni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2010 hafa Svíþjóðardemókratarnir, sem er hægriflokkur andsnúinn innflytjendum, verið algjörlega á hliðarlínunni á sænska þinginu og algjörlega áhrifalausir þrátt fyrir að flokkurinn sé sá þriðji stærsti á þingi með 62 þingmenn. Um þetta hefur ríkt samstaða á meðal annarra stjórnmálaflokka. En nú verður breyting á og allt stefnir í að þeir komist til áhrifa á þinginu.

Leiðtoga flokksins, Jimmie Åkeson, hefur nú tekist að skapa grundvöll fyrir að flokkurinn komist í fyrsta sinn til áhrifa á þinginu en það hefur ekki gerst síðan hann fékk þingmenn fyrst kjörna 2010. Honum hefur tekist að sannfæra leiðtoga Moderaterne, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra um að þeir hafi þörf fyrir stuðning hans ef þeim á að takast að koma Stefan Löfven, leiðtoga jafnaðarmanna, úr embætti forsætisráðherra eftir þingkosningarnar í september á næsta ári.

Jótlandspósturinn hefur eftir Ulf Bjereld, prófessor í stjórnmálafræði við Gautaborgarháskóla, að þetta marki ákveðin þáttaskil í sænskum stjórnmálum. Að flokkarnir þrír, sérstaklega Frjálslyndir, geti hugsað sér að starfa með Svíþjóðardemókrötunum sé mjög athyglisvert. Hann sagði að þetta geti bent til að Svíþjóðardemókratarnir séu á góðri leið með að verða venjulegur stjórnmálaflokkur en ekki nokkurs konar úrhraksflokkur.

Bjereld, sem var áður félagi í jafnaðarmannaflokknum, sagðist telja að samstarfið verði þó erfitt. Stór hugmyndafræðilegur ágreiningur sé á milli flokkanna, sérstaklega á milli Frjálslyndra og Svíþjóðardemókratanna. Það sé erfitt að sjá hvernig þetta eigi að geta gengið upp, sérstaklega í ljósi innri klofnings hjá Frjálslyndum.

Hann sagði að það liggi ljóst fyrir að flokkarnir verði að ná saman um ýmis mál og það geti reynst Åkeson dýrt að gefa afslátt af helstu stefnumálum Svíþjóðardemókratanna, til dæmis á sviði innflytjendamála. Ef hann þrýsti of mikið á hina flokkana eigi hann á hættu að ýta þeim frá sér og enda aftur úti í kuldanum. Ef hann gefur afslátt af stefnumálum flokksins geti hann fælt kjósendur frá. Åkeson hefur sagt að samstarfið verði ekki ókeypis og að hinir flokkarnir verði að greiða fyrir það með aðgerðum í innflytjendamálum.

Hinir flokkarnir þrír taka mikla áhættu með samstarfi við Åkeson því þeir hafa lengi dregið upp þá mynd að Svíþjóð sé stórveldi á sviði mannúðarmála, land sem taki á móti miklum fjölda flóttamanna og innflytjenda. Nú virðast brestir vera komnir í þessa mynd og sænsk stjórnmál á leið til að líkjast þeim dönsku þar sem Danski þjóðarflokkurinn, sem er hægriflokkur andsnúinn innflytjendum, hefur árum saman verið áhrifamikill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa