fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 17:30

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, reynir nú að mynda nýja ríkisstjórn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Það gæti þó reynst honum mjög erfitt vegna spillingamála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólum. Nýjar upplýsingar, sem komu fram fyrir helgi, geta gert Netanyahu enn erfiðara fyrir við að mynda ríkisstjórn en ella.

Fyrir helgi skýrði fyrrum fréttastjóri hjá hinni vinsælu fréttasíðu Walla, frá því að honum hafi verið skipað að birta fjölda neikvæðra frétta um keppinauta Netanyahu. Meðal þeirra nafna sem voru á listanum sem fréttastjórinn fékk var nafn Naftali Bennet sem er fyrrum ráðgjafi Netanyahu og núverandi leiðtogi lítils hægriflokks, Yamina. „Ég fékk fjölda skjala í tölvupósti og þeir sögðu mér að mörg af skjölunum ötuðu Naftali Bennett auri,“ sagði fréttastjórinn fyrrverandi.

Tímasetning þessarar afhjúpunar er að sjálfsögðu mjög slæm fyrir Netanyahu sem fékk stjórnarmyndunarumboð í síðustu viku. Ef honum á að takast að mynda ríkisstjórn þarf hann einmitt að fá Bennett og flokk hans Yaminas í lið með sér en flokkurinn er með sjö þingmenn.

Spurningin er bara hvort Bennett er reiðubúinn til að fyrirgefa fyrrum yfirmanni sínum eða hvort hann muni nýta tækifærið og velta honum af stalli og sjálfur stefna á forsætisráðherraembættið.

Stjórnarandstaðan er með fleiri þingsæti en Netanyahu og stuðningsmenn hans en stjórnarandstaðan samanstendur af mjög ólíkum flokkum, allt frá því að vera öfgavinstriflokkar til öfgahægriflokka og arabískir kommúnistar til þjóðernissinna. Þessi fjölbreytta samsetning þingsins hefur orðið til þess að nokkrir flokksleiðtogar hafa bent á Netanyahu sem forsætisráðherra og því fékk hann stjórnarmyndunarumboðið.

Hann þarf að tryggja sér stuðning níu þingmanna til viðbótar til að ná meirihluta á þinginu eða 61 sæti. Engin hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Ísrael og því er hann í þröngri stöðu. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með honum vegna spillingarmálsins og Bennett hefur bent á sjálfan sig sem nýjan forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taívan undirbýr sig undir stríð

Taívan undirbýr sig undir stríð