fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 09:00

Bólusetningar ganga vel í Bretlandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var slakað töluvert á sóttvarnaaðgerðum í Englandi og þá náðist einnig það markmið stjórnvalda að bjóða öllum landsmönnum, eldri en 50 ára, upp á bólusetningu gegn kórónuveirunni. Stefnt hafði verið að því að ná því markmiði fyrir 15. apríl og það tókst því nokkuð örugglega.

Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti þetta í gærkvöldi þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu. Hann sagði að um mikilvægan áfanga væri að ræða því nú væri búið að bjóða öllum sem eru í þeim níu hópum sem eru taldir í mestri áhættu, hvað varðar smit og veikindi, bólusetningu.

Þetta þýðir að 32 milljónir landsmanna hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn COVID-19 en rúmlega 66 milljónir búa í Bretlandi.

Næstu skref eru að bjóða fólki annan skammt af bóluefni og að bjóða öllum fullorðnum upp á bólusetning fyrir ágúst.

Í gær var slakað töluvert á sóttvarnaaðgerðum og fengu hárgreiðslustofur, barir og veitingastaðir þá leyfi til að opna á nýjan leik. Afléttingin verður í nokkrum skrefum og til að byrja með mega barir og veitingastaðir aðeins taka við gestum á útisvæðum sínum en vonast er til að gestir megi fara inn á staðina þann 17. maí. Leikhús, kvikmyndahús og næturklúbbar fá ekki að opna að sinni.

Skotar, Walesverjar og Norður-Írar sjá sjálfir um sínar sóttvarnaaðgerðir og eru nú einnig farnir að undirbúa tilslakanir.

Smitum og dauðsföllum af völdum COVID-19 hefur fækkað mjög í Bretlandi á undanförnum vikum og má nefna að í gær greindust 3.568 smit en í janúar voru smitin yfir 50.000 á dag. 4,3 milljónir Breta hafa smitast af kórónuveirunni og 127.000 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“