fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 07:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að dagurinn í dag sé stóri bólusetningardagurinn í Danmörku. Ætlunin er að bólusetja 100.000 manns gegn kórónuveirunni í dag. Um er að ræða lokaæfingu til að kanna hvort heilbrigðiskerfið ráði við að bólusetja svona marga á einum degi en síðasta haust tilkynnti ríkisstjórnin að kerfið eigi að ráða við að bólusetja svona marga á einum degi ef nægt bóluefni er til staðar.

Í dag verður bólusett með bóluefnum frá Pfizer/BioNTech og Moderna en dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa gert hlé á notkun bóluefnisins frá AstraZeneca vegna nokkurra tilfella sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem fólk hefur fengið eftir að hafa verið bólusett með bóluefninu.

Í heildina verða rúmlega 101.000 manns bólusettir í dag. Til marks um umfangið má nefna að á Sjálandi, að Kaupmannahöfn undanskilinni, verða 19.640 manns bólusettir í 21 bólusetningarmiðstöð en venjulega eru aðeins 6 bólusetningarmiðstöðvar starfræktar þar. Um er að ræða sex sinnum fleiri bólusetningar en fara venjulega fram á einum degi.

Danir fá um 250.000 skammta af bóluefnum á viku fyrstu vikurnar í apríl en í maí er reiknað með að um 400.000 skammtar berist vikulega, í júní verði þeir 800.000 á viku og 1,3 milljónir í júlí.

Í lokaæfingu dagsins verður kannað hvort tölvukerfin ráði við álagið, hvort tímasetningar bólusetninga gangi upp og hvort flæði fólks til og frá bólusetningarmiðstöðvunum verði gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju