fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Reiknar með mikilli fjölgun bóluefnaskammta á öðrum ársfjórðungi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 06:51

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá apríl reiknar Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar ESB, með að ESB-ríkin fái allt að 100 milljónir skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni á mánuði. Ísland er aðili að bóluefnakaupum ESB og ef þetta gengur eftir munu Íslendingar fá um 80.000 skammta á mánuði frá og með apríl.

Von der Leyen skýrði frá þessu í samtali við þýsku dagblöðin Stuttgart Zeitung og Stuttgarter Nachrichten í dag. Hún sagðist reikna með að ESB fái 100 milljónir skammta á mánuði á öðrum ársfjórðungi eða um 300 milljónir skammta í heildina. „Frá apríl getur fjöldinn tvöfaldast miðað við áætlanir framleiðendanna og af því að fleiri bóluefni eru við það að vera samþykkt til notkunar,“ sagði hún.

Þrjú bóluefni hafa fengið samþykkt Evrópsku lyfjastofnunarinnar, þau eru frá Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca. Reiknað er með að lyfjastofnunin mæli með því á fimmtudaginn að bóluefnið frá Johnson & Johnson fái markaðsleyfi í Evrópu. Það er síðan framkvæmdastjórn ESB sem veitir endanlegt leyfi. Bóluefnið frá Johnson & Johnson er auðveldara í meðförum en hin bóluefnin, það er hægt að geyma það í venjulegum ísskáp og það þarf aðeins einn skammt af því en af hinum bóluefnunum þarf að gefa tvo skammta.

ESB hefur samið um kaup á tæplega 2,6 milljörðum skammta af bóluefnum frá ýmsum framleiðendum. Þar af eru allt að 400 milljónir skammta frá Johnson & Johnson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim