fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Mikill harmleikur – 11 ára stúlka fann foreldra sína látna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. mars 2021 19:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára stúlka, sem bjó með foreldrum sínum í Missouri í Bandaríkjunum, fann nýlega báða foreldra sína látna á heimilinu. Yfirvöld telja að þau hafi látist af völdum COVID-19.

People skýrir frá þessu og hefur eftir nágranna fjölskyldunnar að móðirin hafi leitað á sjúkrahús nokkru áður. „Þau héldu að hún hefði fengið heilablæðingu en ég held að það hafi verið COVID-19. Hún greindist með COVID-19 og var send heim og maðurinn hennar var heima með COVID-19. Þau voru því bæði í einangrun í svefnherbergi í kjallaranum.“

Ekki liggur fyrir hvort dóttirin var heima á meðan foreldrar hennar voru í einangrun eða hvort hún var í pössun. Það er þó vitað að það var hún sem fann foreldra sína látna.

„Það er mikill harmur fyrir 11 ára stúlku að missa báða foreldra sína í einu. Um síðustu jól bönkuðu þau upp á hjá okkur og gáfu okkur smákökur. Þetta var indælisfólk,“ sagði nágranninn um fjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum