fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Þriðja bylgja faraldursins er skollin á Stokkhólmi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 06:55

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fréttamannafundi á miðvikudaginn sögðu fulltrúar heilbrigðisyfirvalda í Stokkhólmi að þriðja bylgja heimsfaraldursins væri skollin á borginni. Á þremur vikum fjölgaði staðfestum smitum úr 3.223 í 6.336. Vikurnar á undan hafði fjöldi smita verið mjög stöðugur og innlögnum á gjörgæsludeildir hafði fækkað.

Nú óttast yfirvöld að það breytist hratt og hafa því ákveðið að herða baráttuna gegn veirunni. Almenningur verður minntur enn meira á að fylgja sóttvarnaráðstöfunum, vera eins mikið heima og hægt er, nota andlitsgrímur, stunda félagsforðun, vinna heima ef hægt er að koma því við og gæta vel að hreinlæti.

Johan Bratt, yfirmaður heilbrigðismála borgarinnar, sagði að út frá eigin reynslu og því sem vinir hans og kunningjar segja honum þá eigi fólk erfitt með að fara eftir sóttvarnarreglunum. „Það gengur ekki. Við verðum að hlusta,“ sagði hann og lagði áherslu á að þeir sem brjóta þær stofni „eigin lífi og lífi annarra í hættu“.

Hann sagði að miðað fjölgun smita að undanförnu verði yfirvöld að búa sig undir fjölgun innlagna á sjúkrahús borgarinnar. „Við getum því fullyrt að þriðja bylgjan er skollin á,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns