fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Þriðja bylgja faraldursins er skollin á Stokkhólmi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 06:55

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fréttamannafundi á miðvikudaginn sögðu fulltrúar heilbrigðisyfirvalda í Stokkhólmi að þriðja bylgja heimsfaraldursins væri skollin á borginni. Á þremur vikum fjölgaði staðfestum smitum úr 3.223 í 6.336. Vikurnar á undan hafði fjöldi smita verið mjög stöðugur og innlögnum á gjörgæsludeildir hafði fækkað.

Nú óttast yfirvöld að það breytist hratt og hafa því ákveðið að herða baráttuna gegn veirunni. Almenningur verður minntur enn meira á að fylgja sóttvarnaráðstöfunum, vera eins mikið heima og hægt er, nota andlitsgrímur, stunda félagsforðun, vinna heima ef hægt er að koma því við og gæta vel að hreinlæti.

Johan Bratt, yfirmaður heilbrigðismála borgarinnar, sagði að út frá eigin reynslu og því sem vinir hans og kunningjar segja honum þá eigi fólk erfitt með að fara eftir sóttvarnarreglunum. „Það gengur ekki. Við verðum að hlusta,“ sagði hann og lagði áherslu á að þeir sem brjóta þær stofni „eigin lífi og lífi annarra í hættu“.

Hann sagði að miðað fjölgun smita að undanförnu verði yfirvöld að búa sig undir fjölgun innlagna á sjúkrahús borgarinnar. „Við getum því fullyrt að þriðja bylgjan er skollin á,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri