fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Ítalir stöðvuðu bóluefnasendingu frá AstraZeneca sem átti að fara til Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 05:56

Frá starfsstöð AstraZeneca í Ástralíu. Mynd: EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölsk yfirvöld stöðvuðu í gær sendingu á 250.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Ástralíu. Þetta var gert með samþykki Evrópusambandsins. Ástæðan fyrir þessu er að AstraZeneca hefur að mati ESB ekki staðið við afhendingu á því magni bóluefnis sem búið var að semja um.

Í janúar kom ESB upp kerfi sem gerir aðildarríkjunum kleift að fylgjast með dreifingu bóluefna í öllum aðildarríkjunum og um leið var opnað fyrir möguleikann á að ESB geti stöðvað sendingar á bóluefnum út úr sambandinu.

Sendingin til Ástralíu var stöðvuðuð vegna „viðvarandi skorts á bóluefnum í Evrópu og á Ítalíu og töfum á afhendingum til ESB og Ítalíu,“ segir í yfirlýsingu frá ítalska utanríkisráðuneytinu. Önnur ástæða fyrir aðgerðinni er að hlutfallslega er lítið um kórónuveirusmit í Ástralíu og því er landið ekki talið í „viðkvæmri“ stöðu hvað varðar heimsfaraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat