fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Þjóðverjar óttast þriðju bylgju kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 05:31

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af fjölgun smita í landinu og þá sérstaklega í ljósi þess að 10 af sambandsríkjunum 16 hyggjast opna skóla á nýjan leik í dag. Óttast heilbrigðisyfirvöld að þriðja bylgja faraldursins sé að skella á.

Í gær voru 7.676 ný smit skráð í landinu en það er 1.526 fleiri en sunnudaginn í vikunni áður. Hlutfall smitaðra af hverjum 100.000 íbúum var í gær 60,2 en var 57,7 á laugardaginn.

Sérfræðingar telja að aukningu smita megi rekja til nýrri og meira smitandi afbrigða veirunnar sem breiðast nú út í landinu. Sem dæmi má nefna að í Flensborg, sem er í Slésvík-Holtsetalandi, hefur enska afbrigðið svokallaða, B117, breiðst mikið út og er nú rúmlega helmingur smita í borginni af þess völdum. Þar var útgöngubann sett á á laugardaginn og gildir það frá 21 til 05 á hverjum degi. Skólar verða áfram lokaðir og fólki er óheimilt að hitta fólk sem býr ekki á sama stað og það sjálft.

Fjölgun smita vekur að vonum áhyggjur og þá kannski sérstaklega í ljósi þess að 10 af sambandsríkjunum opna skóla á nýjan leik í dag. Þetta hefur ýtt undir umræðuna um að kennarar eigi að njóta forgangs í bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Í gær

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar