fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Svíar í diplómatískri klemmu í Hvíta-Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 11:00

Sænska sendiráðið í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Svíar séu í diplómatískri klemmu eftir að tveir Hvít-Rússar leituðu skjóls í sænska sendiráðinu í Hvíta-Rússlandi. Það var þann 11. september  sem Vitaly Kuznechiki og Vadislav Kuznechiki klifruðu yfir girðinguna við sendiráði í Minsk í þeirri von að þeir gætu fengið pólitískt hæli í Svíþjóð og þannig sloppið undan lögreglunni sem er þekkt fyrir að taka engum vettlingatökum á stjórnarandstæðingum.

En þessi fyrirætlan þeirra, sem átti að vera farmiði þeirra í frelsið, er nú orðin að diplómatískum vandræðum fyrir Svía sem eru eiginlega á milli steins og sleggju í málinu. Ef þeir veita mönnunum hæli eiga þeir á hættu að hvít-rússneskir stjórnarandstæðingar geri nánast áhlaup á sendiráðið til að leika sama leik og tvímenningarnir. Þess utan myndi það valda diplómatískum vandræðum í sambandi Svía og Hvít-Rússa. Á hinn bóginn eiga sænsk stjórnvöld mikla og harða gagnrýni yfir höfði sér ef þau vísa tvímenningunum út úr sendiráðinu og þá beint í hendur lögreglunnar.

The Guardian segir að þeir séu eftirlýstir af hvít-rússneskum yfirvöldum eftir að þeir tóku þátt í mótmælum í Vitebsk þar sem til átaka kom við lögregluna. Ef þeir verða fundnir sekir um ofbeldi gagnvart lögreglunni eiga þeir sex ára fangelsi yfir höfði sér. Þeir eiga einnig á hættu, eins og svo margir aðrir stjórnarandstæðingar, að verða beittir pyntingum og ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“