fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Kuldakastið í Texas og Suðurríkjunum er hugsanlega hluti af loftslagsbreytingunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 07:58

Það var snjór í Austin í Texas í síðustu viku. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið vetrarveður með tilheyrandi kuldakasti hefur herjað á Texas og önnur ríki í sunnanverðum Bandaríkjunum síðustu daga. Tugir hafa látist og milljónir hafa verið án rafmagns og hita. Einnig hefur töluvert kuldakast verið í norðanverðri Evrópu að undanförnu. Sérfræðingar telja hugsanlegt að kuldakastið megi rekja til loftslagsbreytinganna sem eru að eiga sér stað.

Flestir tengja eflaust loftslagsbreytingarnar við hækkandi hitastig en ekki kuldakast og mikið vetrarveður eins og hefur herjað á Texas og fleiri ríki í suðurhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Vísindamenn segja að gögn sýni að hin mikla hlýnun sem hefur átt sér stað á Norðurheimskautinu geti orðið til þess að ýta köldu lofti frá Norðurpólnum miklu lengra suður, hugsanlega allt að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian skýrir frá þessu.

„Núverandi aðstæður í Texas eru sögulegar, að minnsta kosti fyrir þessa kynslóð,“ er haft eftir Judah Cohen, hjá Atmospheric and Environmental Research. Hann sagði að ekki væri hægt að segja að veðrið eigi sér eingöngu náttúrulegar orsakir. Þetta sé ekki afleiðing loftslagsbreytinganna heldur hluti af þeim.

Cohen var meðhöfundur að rannsókn, sem var birt á síðasta ári, þar sem fram kom að á einum áratug, fram til 2018, hafi stormum að vetrarlagi í norðausturhluta Bandaríkjanna fjölgað. Cohen, og fleiri vísindamenn, telja að þetta tengist hlýnun á Norðurheimskautsvæðinu sem hefur hlýnað rúmlega tvisvar sinnum hraðar en að meðalhlýnunin er á heimsvísu. Þetta raskar gömlum og stöðugum veðurkerfum.

Kalt loft er venjulega við Norðurpólinn í kuldahvirflinum þar. Ef þessi kuldahvirfill raskast getur það breytt háloftastraumunum og fært þá úr stað. Þá blása þeir köldu lofti út fyrir venjuleg svæði sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri