fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Eftirlýstur maður gaf sig fram – Þoldi ekki lengur við heima

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 05:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn gaf karlmaður sig fram við lögregluna á Burgess Hill lögreglustöðinni í Sussex á Englandi en hann var eftirlýstur vegna dóms sem hann átti eftir að afplána. Maðurinn sagði lögreglumönnum að hann hefði ekki þolað lengur við heima með sambýlisfólki sínu sem verður að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist bara vilja komast í fangelsið til að geta verið í „ró og næði“ ólíkt því sem væri heima hjá honum.

Sky News skýrir frá þessu. Lögreglan skýrði frá þessu á Twitter. „Ró og næði! Eftirlýstur karlmaður gaf sig fram við okkur í gærkvöldi og sagðist frekar vilja fara aftur í fangelsi en eyða meiri tíma með fólkinu sem hann býr með!“

Niðurstöður breskrar könnunar, sem var birt í október, sýna að 53% Breta höfðu orðið reiðir út í annað fólk sem það þekkir vegna hegðunar þeirra í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Það voru King‘s College í Lundúnum og Ipsos MORI sem  gerðu könnunina. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að tæplega fjórðungur hafði rifist við vini eða ættingja um hegðun þeirra í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Einn af hverjum tólf sagðist ekki lengur tala við ættingja eða vin vegna deilna af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri