fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Deilur um andlitsgrímu enduðu með morði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 20:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur um notkun andlitsgrímu virðast hafa endað með skelfingu í gær þegar maður dró skammbyssu upp og skaut tvennt til bana á götu úti í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Sergej Sobjanin, borgarstjóri, skýrði frá þessu. Hann sagði málið vera mikinn „harmleik“.

Að auki særðust fjórir í skothríðinni, þeirra á meðal tíu ára stúlka. Skotmaðurinn var handtekinn en hann er 45 ára Moskvubúi. Hann mun sæta geðrannsókn að sögn borgarstjórans.

Skotárásin átti sér stað við opinbera skrifstofu en maðurinn neitaði að setja upp andlitsgrímu en hann var ítrekað beðinn um að gera það. Að lokum dró hann upp byssu og hóf skothríð.

Þetta er ekki fyrsta ofbeldisverkið í Rússlandi vegna deilna eða ósættis við sóttvarnaaðgerðir. Til dæmis var farþegi í strætisvagni stunginn þegar hann bað annan farþega um setja upp andlitsgrímu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur niðurlægir litla bróður enn á ný – „Nafn hans skal afmáð“

Karl konungur niðurlægir litla bróður enn á ný – „Nafn hans skal afmáð“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Frændi Trumps sár eftir færslu forsetans – „Notkun R-orðsins er aldrei í lagi og er mjög særandi“

Frændi Trumps sár eftir færslu forsetans – „Notkun R-orðsins er aldrei í lagi og er mjög særandi“