fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ísbirnir laga sig að loftslagsbreytingunum – Magnað myndband af ísbirni að veiða hreindýr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 15:30

Ísbjörninn að elta hreindýrið. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísbirnir eru þekktir fyrir að liggja í leyni við vakir á ísbreiðum og bíða þolinmóðir eftir að selir komi upp til að anda. Þá láta þeir til skara skríða og drepa þá og éta síðan. En vegna loftslagsbreytinganna verður sífellt minni hafís og það hefur þrengt að ísbjörnum varðandi selveiðar. En ekki er útilokað að ísbirnir séu farnir að laga sig að breyttum aðstæðum.

Að minnsta kosti hefur magnað myndband af ísbirni að veiða hreindýr vakið mikla athygli að undanförnu. Upptakan er sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnir ísbjörn veiða hreindýr í sjó og draga í land.

Þetta gerðist í ágúst á síðasta ári þegar enginn hafís var við Svalbarða og því neyddist ísbjörninn til að finna sér eitthvað annað en seli til að éta en þeir eru uppistaðan í fæðu þeirra eða um 90% af henni.

Á upptökunni sést ungt kvendýr hrekja hreindýrið út í ískaldan sjóinn þar sem það nær hreindýrinu síðan, drekkir því og dregur í land. Það var hópur pólskra vísindamanna sem tók myndirnar og voru þeir mjög sáttir við að verða vitni að þessum atburði.

Izabela Kulaszewicz, líffræðingur við Gdansk háskóla, var meðal þeirra. Hún sagði i samtali við AFP að þetta hafi verið einstök upplifun.

Hún hefur í samstarfi við fleiri vísindamenn skrifað vísindagrein þar sem rök eru færð fyrir því að þessi atburður og aðrir, sem hafa sést, sanni að ísbirnir séu að læra að veiða hreindýr sér til matar. Á Svalbarða eru um 300 ísbirnir og um 20.000 hreindýr.

Frá 1925 hefur verið bannað að veiða hreindýr á Svalbarða og segja vísindamenn að þeim hafi því fjölgað mikið og það geti verið hluti af skýringunni á af hverju ísbirnir séu farnir að veiða hreindýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar