fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Morðinginn afhenti bréf og teikningu skömmu fyrir aftökuna – Leysa þessi gögn málið?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 06:02

Teikningin sem David Cox afhenti lögmönnum sínum. Mynd:Mississippi Departmant of Corrections

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir níu árum var David Neal Cox dæmdur til dauða í Mississippi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og að hafa nauðgað 12 ára dóttur hennar fyrir framan hana. Hann var tekinn af lífi þann 17. nóvember síðastliðinn. Skömmu fyrir aftökuna afhenti hann lögmönnum sínum bréf og teikningu sem áttu að hans sögn að vera lykillinn að lausn morðmáls frá 2007.

DV skýrði nýlega frá máli Cox og þeim hrottalegu glæpum sem hann var dæmdur til dauða fyrir.

Var dæmdur til dauða fyrir hrottalegan glæp – Skýrði frá hryllilegu leyndarmáli rétt fyrir aftökuna

CNN segir að skömmu fyrir aftökuna hafi hann afhent lögmönnum sínum bréf og teikningu sem sýndi hvar lík konu, sem hvarf 2007, væri grafið.  Þetta var mágkona hans, Felicia Cox. David Cox hafði áður legið undir grun um að hafa myrt hana en lögreglan hafði ekki nægar sannanir til að handtaka hann vegna málsins.

Í sumar byrjuðu lögmenn hans að ræða við John Weddle, saksóknara, um hvar lík Felicia gæti verið grafið. Weddle hét David Cox friðhelgi varðandi mál hennar ef hann skýrði frá hvar lík hennar væri að finna. Í tengslum við þetta aflétti David trúnaðarskyldu lögmanna sinna gagnvart honum svo þeir gætu afhent lögreglunni bréfið og teikninguna þegar hann væri látinn.

Eftir að Weddle fékk teikninguna sendi hann leitarhóp til Pontotoc County í Mississippi. Í hópnum voru meðal annars fornleifafræðingar og mannfræðingar frá ríkisháskólanum í Mississippi.

Á sunnudaginn fann hópurinn líkamsleifar á þeim stað sem David hafði sagt að þær væri að finna. Þær hafa nú verið sendar til rannsóknar hjá réttarmeinafræðingum og til dna-rannsóknar. Beðið er staðfestingar á að þetta sé lík Felicia Cox en ef svo er þá hefur loksins tekist að leysa málið. Dóttir hennar, Amber Miskelly, og aðrir ættingjar voru á vettvangi þegar líkamsleifarnar fundust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið