fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
Pressan

Þrír nemendur skotnir til bana og átta særðir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 03:55

Frá vettvangi á þriðjudaginn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír nemendur í Oxford High School í Oxford, sem er um 70 kílómetra sunnan við Detroit í Michigan í Bandaríkjunum, voru skotnir til bana í gær. Átta til viðbótar særðust. 15 ára piltur var handtekinn, grunaður um að hafa staðið að baki árásinni.

CNN segir að hann hafi verið á öðru ári í skólanum. Michael McCabe, aðstoðarlögreglustjóri í Oakland County, sagði í samtali við Detroit News að pilturinn hafi verið með hálfsjálfvirka byssu á sér þegar hann var handtekinn. Hann hafi gefist upp mótþróalaust fyrir lögreglumönnum og verið handtekinn. Neyðarlínunni bárust um 100 tilkynningar um árásina sagði McCabe.

Lögreglan telur að pilturinn hafi verið einn að verki. Hún telur að hann hafi skotið 15 til 20 skotum.

McCabe sagði að þau sem voru skotin til bana hafi verið 14 ára stúlka, 17 ára stúlka og 16 ára piltur.

Um 22.000 manns búa í Oxford.

Meðal hinna særðu var einn kennari.

Fram að þessari árás höfðu 138 skotárásir verið gerðar í bandarískum skólum á þessu ári. 26 voru drepnir í þeim. Þetta kemur fram í samantekt Everytown for Gun Safety sem heldur utan um upplýsingar um skotárásir í Bandaríkjunum og berst fyrir hertri vopnalöggjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumenn trúðu ekki eigin augum – Eins og atriði í hryllingsmynd

Lögreglumenn trúðu ekki eigin augum – Eins og atriði í hryllingsmynd
Pressan
Í gær

Bandaríska hernum bannað að standa fyrir æfingum sem kallaðar hafa verið dýraníð

Bandaríska hernum bannað að standa fyrir æfingum sem kallaðar hafa verið dýraníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að gera árásir á landi gegn eiturlyfjagengjum í Mexíkó

Trump ætlar að gera árásir á landi gegn eiturlyfjagengjum í Mexíkó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var konan sem ICE skaut til bana aktívisti? – Fjölskyldan kemur af fjöllum en nágrannar syrgja baráttukonu

Var konan sem ICE skaut til bana aktívisti? – Fjölskyldan kemur af fjöllum en nágrannar syrgja baráttukonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Eigandinn sagður hafa flúið út með peningakassa og eytt sönnunargögnum

Harmleikurinn í Sviss: Eigandinn sagður hafa flúið út með peningakassa og eytt sönnunargögnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegt klúður lögreglu og tvær fjölskyldur í sárum

Ótrúlegt klúður lögreglu og tvær fjölskyldur í sárum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“