fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Bretum tókst að finna F-35 flugvélina í Miðjarðarhafi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 19:00

F-35 þoturnar eru smíðaðar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með aðstoð Bandaríkjamanna og Ítala tókst Bretum nýlega að finna F-35 herflugvél, sem hrapaði í Miðjarðarhafið um miðjan nóvember, og ná henni upp af hafsbotni. Mikið kapphlaup hafði staðið yfir um að finna vélina sem hrapaði á alþjóðlegu hafsvæði. Höfðu Bretar miklar áhyggjur af að Rússar myndu reyna að ná henni en vélin er fullkomnsta herflugvél heims og eflaust vilja margir komast yfir þann búnað sem í henni er.

The Times segir að nú sé búið að ná vélinni af hafsbotni og hún sé nú í flotastöð bandamanna Breta.

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi lengi fylgst vel með flotadeildinni sem vélinni tilheyrir. „Auðvitað fylgjast Rússar vel með, ég reikna ekki með öðru. Það er það sem við gerum með þeirra skip,“ sagði hann í samtali við Sky News.

Skömmu eftir að vélin hrapaði sagði Simon Doran, hjá bandaríska sjóhernum, að NATO myndi finna vélina og ná henni áður en öðrum tækist það. Breskir fjölmiðlar segja að samt sem áður hafi það komið breska hernum „ánægjulega á óvart“ hversu hratt það gekk að finna vélina og ná henni upp.

Rússar hafa lengi sýnt flotadeildinni, sem flugvélin tilheyrir, áhuga en í henni er meðal annars nýtt flugmóðurskip, HMS Queen Elizabeth. Rúmlega 30 sinnum hafa rússneskar orrustuþotur flogið hratt og lágt yfir skipið að sögn UK defence Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá