fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Tveir handteknir grunaðir um að hafa kveikt í bólusetningarmiðstöð í Horsens – Eiga allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 08:02

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald af dómstól í Horsens í Danmörku. Þeir eru grunaðir um að hafa kveikt í bólusetningarmiðstöð í Horsens síðasta sunnudagskvöld. Þeir eiga allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér ef þeir verða fundnir sekir um íkveikju.

Annar mannanna er 27 ára og frá Horsens en hinn er 33 ára og frá Brande. Þeir voru handteknir síðdegis á þriðjudaginn.

Þeir eru grunaðir um að hafa klukkan 22.19 á sunnudagskvöldið reynt að kveikja í bólusetningarmiðstöð í Horsens með því að brjóta rúðu og kasta síðan bensínbrúsa, með fimm lítrum af bensíni í, inn og kveikja í bensíninu. Logarnir dóu síðan út af sjálfu sér og ekki varð mikið tjón af.

Við brotum af þessu tagi liggur allt að 10 ára fangelsi og hugsanlega enn þyngri refsing á grundvelli sérstaks ákvæðis hegningarlaganna sem heimilar þyngri refsingu ef brot tengist heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu