Tveir handteknir grunaðir um að hafa kveikt í bólusetningarmiðstöð í Horsens – Eiga allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér
PressanTveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald af dómstól í Horsens í Danmörku. Þeir eru grunaðir um að hafa kveikt í bólusetningarmiðstöð í Horsens síðasta sunnudagskvöld. Þeir eiga allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér ef þeir verða fundnir sekir um íkveikju. Annar mannanna er 27 ára og frá Horsens en hinn er 33 ára og frá Brande. Þeir voru handteknir Lesa meira
Áströlsk kona greip til óyndisúrræðis þegar hún var í sóttkví
Pressan„Þessi 31 árs kona hafði verið í sóttkví í nokkra daga og við höfðum átt í nokkrum vandræðum með hana og vorum að glíma við þau mál,“ sagði Chris Hodgman, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Queensland um mál konunnar. Hún hefur verið kærð fyrir íkveikju að sögn BBC. Konan dvaldi í sóttkví, ásamt tveimur börnum sínum, vegna COVID-19, þegar eldur kom upp Lesa meira
Morð, íkveikja og eins saknað
PressanMikill eldur braust út á stúdentagörðum í Halmstad í Svíþjóð á tíunda tímanum í gærkvöldi og logar enn. Lögreglunni barst tilkynning um átök á vettvangi klukkan 21.19. Þegar hún kom á vettvang fundu lögreglumenn alvarlega slasaðan mann utanhúss. Talið er að hann hafi verið stunginn með hníf eða álíka verkfæri. Hann var fluttur á sjúkrahús Lesa meira
Handtekinn eftir 50 ár á flótta
PressanÁ fimmtudaginn var Leonard Rayne Moses handtekinn á heimili sínu í Michigan eftir að hafa verið 50 ár á flótta undan réttvísinni. Alríkislögreglan FBI getur þakkað nýrri og betri aðferð við greiningu fingrafara að það tókst að hafa uppi á honum og handtaka. ABC News skýrir frá þessu. Moses var handtekinn 1968 þegar hann kastaði bensínsprengju á hús þegar hann tók þátt í mótmælum í kjölfar Lesa meira
Handtekinn 10 mánuðum eftir að 36 létust í eldsvoða
PressanÍ júlí á síðasta ári var kveikt í teiknimyndastúdíói í Kyoto í Japan og létust 36 í eldsvoðanum. Á miðvikudaginn var Shinji Aoba handtekinn, grunaður um að hafa kveikt eldinn. Hann hefur legið á sjúkrahúsi síðan eldurinn kom upp en hann hlaut lífshættuleg brunasár í eldinum. Kyodo News skýrir frá þessu. Auk þeirra 36 sem Lesa meira
Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
PressanÞann 28. júní 1998 hélt Robbie Middleton upp á 8 ára afmælið sitt. Síðdegis gekk hann í gegnum skóg, bak við heimili sitt, á leið heim til vinar síns sem hann ætlaði að gista hjá. En skömmu eftir að hann lagði af stað réðst sannkallað skrímsli á hann. Ungur piltur batt Robbie við tré, hellti Lesa meira
Missti fjögur börn sín í eldsvoða – Sendir hjartnæm skilaboð af sjúkrabeðinum
PressanFyrir ári síðan missti Michelle Pearson fjögur börn sín í eldsvoða þegar kveikt var í heimili fjölskyldunnar í Walkden í Manchester á Englandi. Börnin voru á aldrinum þriggja til fimmtán ára. 17 ára sonur hennar bjargaðist. Pearson bjargaðist úr eldhafinu en lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í fjóra mánuði. Þegar hún vaknaði upp fékk hún þær Lesa meira