fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 20:00

Boris Johnson, forsætisráðherra, er búinn að láta bólusetja sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar ætla að gefa í hvað varðar örvunarskammta gegn kórónuveirunni á næstu mánuðum. Öllum fullorðnum verður boðin örvunarskammtur, þriðji skammturinn, og fólki í áhættuhópum verður boðin fjórði skammturinn.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta sé gert til að bregðast við Ómíkronafbrigðinu.

Í gærkvöldi tilkynnti ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar (Joint Commiette on Vaccine and Immunisation (JCVI) að hún leggi til að allir eldri en 18 ára fái örvunarskammt. Að tíminn sem líður á milli skammts númer tvö og þriðja skammtsins verði styttur úr sex mánuðum í þrjá. Einnig leggur nefndin til að börn á aldrinum 12 til 15 ára fái skammt númer tvö ekki síðar en þremur mánuðum eftir fyrsta skammtinn.

Nefndin leggur einnig til að fólk í áhættuhópum verði boðinn fjórði skammturinn í vetur.

Bóluefni frá Pfizer verður notað sem örvunarskammtur eða hálfur skammtur af bóluefni frá Moderna.

Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sagði í gærkvöldi að ríkisstjórnin muni fylgja ráðleggingum nefndarinnar í einu og öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum