fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 18:35

Það er úran í tunnunum umræddu.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf nýlega út fyrirmæli um að 50 milljón olíutunnur yrðu seldar úr varabirgðum Bandaríkjanna. Markmiðið er að reyna að halda aftur af miklum hækkunum á olíuverði um allan heim. Auk Bandaríkjanna hafa önnur stór lönd gripið til sömu aðgerða.

Biden sagði að það muni um þessar 50 milljón tunnur fyrir Bandaríkjamenn sem þurfi að kaupa bensín á bíla sína. Hann sagði að það muni líða einhver tími þar til fólk sér bensínverð lækka en það muni gerast. Á einu ári hefur verð á bensíni hækkað um 50%.

Vinsældir Biden meðal bandarísku þjóðarinnar hafa minnkað síðustu mánuði og þar eiga hækkandi eldsneytisverð og hærri verðbólga hlut að máli auk annarra þátta.

Biden sagði að verð á hráolíu hefði lækkað að undanförnu en ekki væri að sjá að það skilaði sér í verði olíufélaganna til neytenda.

Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Bretland hafa einnig gripið til þess ráðs að setja hluta af varabirgðum sínum á markað til að sporna við verðhækkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali