fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

TikTok-stjarna drepin fyrir framan barnið sitt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 20:00

Patricia, Billy og barn Patriciu. Mynd:TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fannst Patricia Groom, sem var þekkt og virk á samfélagsmiðlinum TikTok, látin í flutningabíl í Suður-Karólínu. Hún hafði verið skotin tveimur skotum og það fyrir framan yngra barnið sitt.

Lögreglan segir að unnusti hennar, hinn 38 ára Billy McLean Head, hafi skotið hana. Hann hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. The Sun skýrir frá þessu.

Í lögregluskýrslu segir lögreglumaður að hann hafi komið á vettvang og fundið lífvana konu í flutningabíl. Hún hafi verið með skotsár.

Patricia og Billy höfðu að sögn verið að slá sér upp í um þrjár vikur.

Billy McLean. Mynd:Colleton Country Sheriffs

Vinir hennar segja að hún hafi verið bráðfyndin, einnig þegar hún var ekki að reyna það, og hafi verið einstaklega hjartagóð. Hún hafi sífellt reynt að bæta sig sem móðir. Henni hafi tekist að losa sig úr klóm vímuefna, losna úr slæmu ástarsambandi og hafi verið frábær vinur og félagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali