fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

„Kleinuhringur“ ljósmyndaður yfir Sviss – Vekur upp miklar vangaveltur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 19:30

Myndin sem um ræðir. Sérð þú hvað þetta er?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd, sem var tekin yfir Zürich í Sviss að morgni 8. nóvember, hefur valdið mörgum heilabrotum að undanförnu og vangaveltum um hvað það er sem sést á myndinni. Sumir telja að um stjörnu sé að ræða, aðrir að um eldflaug sé að ræða og enn aðrir telja að um fljúgandi furðuhlut sé að ræða.

Myndin var tekin snemma að morgni og ljósmyndarinn birti hana síða á Twitter með textanum: „Kleinuhringja UFO“.

Myndin hefur vakið mikla athygli og fjallaði Live Science um hana. Á henni sjást bláir hringir sem minnka eftir því sem nær dregur miðju hlutarins. Með góðum vilja er hægt að sjá kleinuhring út úr þessu.

Ljósmyndarinn, sem hefur notendanafnið Eavix1Eavis á Twitter, taldi sjálfur að hann hefði náð mynd af Endeavour geimfari SpaceX sem var á leið til jarðar með fjóra geimfara innanborðs.

En Marco Langbroek, vísindamaður við Leiden háskólann í Hollandi, sagði í samtali við Live Science að það væri ekki rétt því geimfarið hafi lent 8.000 kílómetra frá Zürich og því sé útilokað að það sé það sem er á myndinni. Ef geimfarið hefði flogið yfir Sviss fyrir lendingu hefði það flug átt sér stað í skugga jarðarinnar og því hefði það ekki sést. Hann telur að myndin sé af fjarlægri stjörnu og sé myndin úr fókus.

Á öðrum myndum af hlutnum lítur út fyrir að lýsandi sikksakk för séu eftir hann og af þeim sökum telur Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvardháskóla, að um efsta hluta eldflaugar sé að ræða og sé hann á leið niður til jarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“