fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Telja sig hafa leyst 25 ára gamla sænska morðgátu – Unglingsstúlka var myrt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 06:06

Malin Lindström

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. nóvember 1996 steig Malin Lindström, frá Järved í Svíþjóð, upp í strætisvagn númer 147 en hún var á leið heim til vinkonu sinnar. En Malin skilaði sér aldrei á áfangastað og hún kom heldur aldrei aftur heim. Eftir mikla leit fannst lík hennar sex mánuðum síðar í skógi.

Málið hefur verið óleyst fram að þessu en nú telur lögreglan sig hafa leyst það. Sænska ríkisútvarpið segir að ný DNA-gögn hafi orðið til þess að lögreglan hafi nú beint sjónum sínum að ákveðnum manni en hann lá undir grun í málinu fyrir margt löngu.

Maðurinn, sem er nokkrum árum eldri en Malin, var handtekinn á sínum tíma og ákærður fyrir að hafa myrt hana. Hann var sakfelldur í undirrétti en hann áfrýjaði dómnum og var sýknaður af æðra dómstigi. Dómararnir töldu að ekki væru nógu sterkar sannanir fyrir að hann hefði myrt Malin.

En með nýrri tækni varðandi DNA-rannsóknir hafa ný gögn komið fram og maðurinn, sem er nefndur „Malinmaðurinn“ var yfirheyrður á nýjan leik nýlega. Ástæðan er DNA úr sæði sem fannst á buxum Malin og passar við DNA mannsins.

„Hann segist ekki hafa neina skýringu á af hverju hann sé tengdur við sæðisblettinn á buxum Malin, að erfðaefni hans hafi fundist á fórnarlambinu,“ sagði Mats Svensson, saksóknari, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Expressen segir að í sumar hafi sérfræðingum tekist að finna DNA í sæði sem fannst á buxum Malin. Þetta DNA passaði við DNA úr „Malinmanninum“ þegar lögreglan rannsakaði blóðsýni sem var tekið úr manninum 1997.

Maðurinn neitar sök. Svensson sagði að nú verði öllum málsgögnum safnað saman og send til ríkissaksóknara sem muni væntanlega senda öll málsgögn til hæstaréttar fyrir áramót og mun rétturinn þá taka afstöðu til hvort gögnin séu þess eðlis að málið verði tekið upp á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 6 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914