fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Telja sig nærri því að vita af hverjum líkamshlutarnir eru sem fundust í sorpbrennslunni í Ilulissat

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 06:59

Grænlenska lögreglan rannsakar málið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi fannst hluti af líki í sorpbrennslunni í Ilulissat á Grænlandi og á þriðjudaginn fannst annar líkamshluti. Málið hefur að vonum vakið mikla athygli á Grænlandi og víðar og íbúum í Ilulissat, þar sem um 4.500 manns búa, stendur ekki á sama. Nú segist lögreglan telja sig vita af hverjum líkamshlutarnir eru. Fullvíst er talið að viðkomandi hafi verið ráðinn bani.

Lögreglumenn og réttarmeinafræðingar komu til Ilulissat á miðvikudaginn til að aðstoða við rannsókn málsins.

Ekstra Bladet segir að upplýsinga hafi verið leitað í Grænlandi og Danmörku um hvort einhvers sé saknað en án árangurs. Ljóst sé að líkamshlutarnir séu af karlmanni af grænlensku bergi brotnu. Haft er eftir Jan Lambertsen, yfirmanni grænlensku rannsóknarlögreglunnar, að lögreglan sé við það að geta slegið því föstu hvert fórnarlambið er. Aðeins sé eftir að ganga úr skugga um nokkur atriði áður en hægt verði að slá því alveg föstu af hverjum líkið er.

Hann sagði að margar ástæður geti verið fyrir að ekki hafi verið tilkynnt um hvarf hins látna. Nú sé veiðitímabilið í fullum gangi og margir séu því fjarverandi um langan tíma og því geti verið að fólk átti sig ekki á að einhvers sé saknað. Svo séu nokkrir heimilislausir og fleira geti einnig spilað inn í.

Haft er eftir honum að miðað við það sem hefur fundist í sorpbrennslunni þá sé ekkert sem bendir til að um slys sé að ræða og því sé gengið út frá því að um morð sé að ræða. Hann sagðist telja að næg gögn liggi nú fyrir til að slá því föstu hvernig viðkomandi lést.

Lögreglan er enn að fínkemba sorpbrennsluna í leit að líkamshlutum og sagðist hann vonast til að þeirri leit ljúki nú um helgina. Fara þarf í gegnum allt það sorp sem hefur safnast upp í brennslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“