fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Skiptar skoðanir um komu 3 kvenna og 14 barna til Danmerkur í nótt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 08:00

Lítið barn sést bak við girðingu í flóttamannabúðum. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan þrjú í nótt lenti Boeing 737 leiguflugvél á herflugvellinum Karup á Jótlandi. Um borð voru 3 danskar konur og 14 börn þeirra. Fólkið var að koma úr flóttamannabúðum í Sýrlandi. Skiptar skoðanir eru í Danmörku um heimflutning mæðranna en flestir eru sammála um að flytja hafi átt börnin heim.

Konurnar eru allar danskir ríkisborgarar en ekki af dönskum uppruna. Þær gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í Sýrlandi og giftust liðsmönnum samtakanna og eignuðust börn með þeim.

Ekki hefur verið skýrt frá hvað bíður kvennanna nú en Politiken segir að þær verði ákærðar fyrir að hafa dvalið ólöglega á átakasvæði og fyrir að hafa gengið til liðs við Íslamska ríkið. Eiga þær þá 3-5 ára fangelsi yfir höfði sér.

Ákvörðunin um að flytja konurnar heim var tekin af ríkisstjórninni í vor eftir mikinn þrýsting frá stuðningsflokkum hennar en ríkisstjórnin er minnihlutastjórn sem reiðir sig á stuðning annarra flokka.

Þrjár konur og fimm börn þeirra voru ekki flutt heim þar sem konurnar hafa verið sviptar dönskum ríkisborgararétti og því nær ákvörðun ríkisstjórnarinnar ekki til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku