fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Rúmenar líkja stöðu kórónuveirufaraldursins við yfirfulla Örkina hans Nóa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 08:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmensk sjúkrahús eru við það að yfirfyllast og bólusetningarhlutfall þjóðarinnar er eitt það lægsta í Evrópu. Stjórnvöld hafa því stöðvað allar aðgerðir, sem ekki teljast bráðaaðgerðir, á sjúkrahúsum landsins í einn mánuð. Þetta er gert til að reyna að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfi landsins hrynji.

Það er heimsfaraldur kórónuveirunnar sem veldur þessu mikla álagi á heilbrigðiskerfið. Á mánudaginn voru aðeins þrjú laus rými á gjörgæsludeildum landsins að sögn Raed Arafat, varainnanríkisráðherra.

Dorel Sandesc, varaformaður samtaka gjörgæsludeilda, segir að staðan sé hreint „helvíti“. „Þetta er bara byrjunin. Staðan hefur aldrei verið verri síðan faraldurinn hófst. Við erum eins og yfirfull Örkin hans Nóa sem alltof margt fólk reynir að hanga á,“ sagði Sandesc.

Arafat sagði að stjórnvöld muni biðja önnur ESB-ríki um lyf og hugsanlega meira súrefni.

Tæplega þriðji hver Rúmeni hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Um 40% heilbrigðisstarfsmanna eru ekki bólusettir. Um 37.000 Rúmenar hafa látist af völdum COVID-19 síðan faraldurinn braust út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“