fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

SÞ segja að loftslagsbreytingar ógni 118 milljónum fátækra Afríkubúa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. október 2021 14:00

Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 118 milljónir mjög fátækra Afríkubúa eru í hættu vegna loftslagsbreytinganna. Öfgaveður á borð við mikla þurrka, hita og flóð ógna þessu fólki og þeim fáu jöklum sem eru í Afríku. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu.

Fram kemur að loftslagsbreytingarnar geti valdið þriggja prósenta samdrætti í afrísku efnahagslífi um miðja öldina. Hnattræn hlýnun getur einnig valdið því að þeir fáu jöklar sem eru í Afríku hverfi alveg innan 20 ára.

„2030 er talið að allt að 118 milljónir mjög fátækra Afríkubúa verði fyrir áhrifum þurrka, flóða og öfgahita ef ekki verður gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Josefa Sacko, sem fer með landbúnaðarmál hjá Afríkusambandinu.

Með mjög fátækum Afríkubúum er átt við fólk sem hefur minna en sem svarar til 240 íslenskra króna til framfærslu á dag.

Í skýrslunni kemur fram að möguleikar Afríku á að laga sig að öfgaveðri séu ekki miklir en slíkt veðurfar færist nú í aukana í heimsálfunni. Talið er að löndin sunnan Sahara þurfi að eyða 30 til 50 milljörðum dollara til að koma í veg fyrir verstu áhrifin en það eru 2-3 prósent af vergri þjóðarframleiðslu þeirra.

Síðasta ár var það þriðja hlýjasta í sögunni í Afríku síðan mælingar hófust. Hitinn var 0,86 gráðum hærri en síðustu þrjá áratugina á síðustu öld.

Hitinn hefur haft skelfileg áhrif víða í álfunni, meðal annars á jöklana á Kilimanjaro, Mount Kenya og Rwenzori.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri