fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Sjálfsvíg japanskra barna hafa aldrei verið fleiri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. október 2021 07:30

Japanski fáninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta skólaári frömdu 415 japönsk börn sjálfsvíg og hafa aldrei verið fleiri á einu skólaári síðan skráning hófst árið 1974. Börnin voru á aldrinum 8 til 18 ára.

Þetta kemur fram í skýrslu sem menntamálaráðuneytið birti nýlega. Japanska fréttastofan NHK segir að margvíslegar ástæður liggi að baki sjálfsvígunum. Þar á meðal eru fjölskylduvandamál, slæmur námsárangur, samband barnanna við önnur börn og veikindi. CNN skýrir frá þessu.

Ekki er vitað um ástæðu helmings sjálfsvíganna á síðasta ári.

Skólaárið á undan frömdu 317 skólabörn sjálfsvíg og er aukningin því 31%.

NKH hefur eftir Eguchi Arichika, hjá menntamálaráðuneytinu, að þessi mikla aukning sé mikið áhyggjuefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?