fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 17:00

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn fengu afganskar fjölskyldur, sem sjálfsmorðssprengjumenn létu eftir sig, peningagreiðslur frá Talibönum. Fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna eiga einnig von á að fá landskika. Skilyrði er að árásirnar hafi beinst gegn afgönskum stjórnarhermönnum eða hermönnum frá Vesturlöndum.

Sirajuddin Haqqani, innanríkisráðherra í stjórn Talibana, hét þessu á fundi með nokkrum tugum ættingja sjálfsmorðssprengjumanna sem var haldinn á Intercontinental hótelinu í Kabúl á mánudaginn. Haqqani hrósaði „píslarvottunum“ sem hann kallaði svo en þar vísaði hann til liðsmanna Talibana sem frömdu sjálfsmorðssprengjuárásir.

Haqqani sagði þá vera „hetjur íslam og landsins“. Í fundarlok afhenti hann hverri fjölskyldu 10.000 afghani, sem er gjaldmiðillinn í Afganistan. Upphæðin svarar til um 15.000 íslenskra króna. Að auki hét hann hverri fjölskyldu landskika.

Þetta kemur fram í færslu talsmanns innanríkisráðuneytisins á Twitter. Á myndum sem fylgja færslunni sést Haqqani faðma ættingja sjálfsmorðssprengjumannanna.

Talibanar tóku völdin í Afganistan þegar herlið Vesturlanda hurfu frá landinu. Þeir reyna nú að koma á diplómatískum samskiptum við önnur ríki en flest hafa lítinn sem engan áhuga á að eiga í samskiptum við Talibana. Þeim hefur verið sagt að ef þeir vilja öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagsins verði þeir að virða réttindi stúlkna og kvenna.

AP-fréttastofan segir að loforðið um að greiða ættingjum sjálfsmorðssprengjumanna verðlaun fyrir verk þeirra geti verið til marks um ósætti í röðum Talibana um hver stefna þeirra eigi að vera. Þeir reyni að sýnast vera ábyrgir valdhafar sem tryggja öryggi allra borgara og þeir fordæma sjálfsmorðsárásir Íslamska ríkisins. Á hinn bóginn hrósa þeir slíkum árásum sem eru framdar fyrir þeirra eiginn málstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta