fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Indverjar hafa fengið einn milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 14:15

Indverjar bólusetja af miklum krafti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír fjórðu hlutar fullorðinna Indverja hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 30% hafa lokið bólusetningu. Um 1,3 milljarðar búa í Indlandi.

Indverska heilbrigðisráðuneytið skýrði frá þessu í gær. Aðeins er um hálft ár síðan fjöldi smita í landinu var svo mikill að heilbrigðiskerfið var við það að kikna.

Í apríl og maí fjölgaði smitum mikið. Um 400.000 smit greindust á sólarhring og um 4.000 dauðsföll á sólarhring. Mörg sjúkrahús og líkbrennslur önnuðu ekki verkefnum sínum.

Nú hefur smitum fækkað mikið og eru um 15.000 á sólarhring. Þetta hefur í för með sér að daglegt líf hefur færst nær því að vera í eðlilegu formi víðast um landið.

Á heimsvísu eru það aðeins Kínverjar sem hafa gefið fleiri skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni en þeir hafa gefið rúmlega 2,4 milljarða skammta til þessa.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa rúmlega 34 milljónir Indverja smitast af veirunni frá upphafi faraldursins og rúmlega 450.000 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca