fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Saka rússnesk yfirvöld um að ljúga um fjölda látinna af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 08:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í Moskvu tilkynntu í gær að vegna erfiðrar stöðu heimsfaraldurs kórónuveirunnar í borginni þá eigi eldra fólk að halda sig heima næstu fjóra mánuði og fyrirtæki í borginni eiga að láta þriðja hvern starfsmann vinna að heiman. Þetta gildir frá og með næsta mánudegi.

Á mánudaginn voru 1.015 andlát af völdum COVID-19 skráð í Rússlandi og hafa aldrei verið fleiri á einum degi síðan faraldurinn skall á. Dánartölurnar hafa hækkað dag frá degi síðustu vikur.

Í gær lagði rússneska ríkisstjórnin til að í eina viku vinni allir heima eða fái frí í vinnu. Þetta á að hjálpa til við að draga úr fjölda smita. Ríkisstjórnin hefur fram að þessu sagt að ekki verði gripið til harðra sóttvarnaaðgerða eins og gert var á síðasta ári en þær komu illa við efnahagslífið og stuðninginn við Vladímír Pútín, forseta.

Samkvæmt opinberum skráningum hafa um 225.000 látist af völdum COVID-19 en yfirvöld hafa lengi verið sökuð um að „fegra“ tölurnar og draga úr alvarleika faraldursins. Tölur sem rússneska hagstofan Rosstat birti fyrr í mánuðinum benda til að rúmlega 400.000 hafi látist af völdum COVID-19. Um 144 milljónir búa í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi