fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Þetta er árásarmaðurinn í Kongsberg – Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 12:57

Espen Andersen Bråthen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónusta norsku lögreglunnar, PST, telur að ódæðisverkin í Kongsberg í gær hafi verið hryðjuverk. Norskir fjölmiðlar hafa birt mynd af ódæðismanninum sem og nafn hans.

Hann heitir Espen Andersen Bråthen og er 37 ára danskur ríkisborgari búsettur í Kongsberg. Hann varð fjórum konum og einu karli að bana í gærkvöldi.

Í fréttatilkynningu frá PST kemur fram að eins og staðan sé núna virðist sem að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Fram kemur að frekari rannsóknar sé þó þörf til að fá endanlega niðurstöðu í þetta.

Á fréttamannafundi lögreglunnar í morgun kom fram að hún hefði fengið tilkynningar um að Bråthen, sem hafði snúist til Íslamstrúar, væri öfgasinni. Síðasta slíka tilkynningin barst 2020.

PST segist hafa haft vitneskju um manninn frá því áður en ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um hann.

PST rannsakar nú hvort hætta sé á fleiri voðaverkum, til dæmis í hefndarskyni eða þá að einhver hermi eftir Bråthen.

Þrátt fyrir atburðina í gær telur PST að hryðjuverkaógnin sem steðjar að Noregi sé ekki mikil en ekki sé útilokað að öfgasinnaðir Íslamistar eða öfgahægrimenn reyni að fremja hryðjuverk í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“