fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Kongsberg – Hinn grunaði er samvinnuþýður og hefur skýrt frá málsatvikum í smáatriðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 05:42

Lögreglumenn á vettvangi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fredrik Neumann, verjandi mannsins sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti 5 manns að bana í Kongsberg í Noregi í gærkvöldi, segir að maðurinn hafi verið samvinnuþýður í yfirheyrslu í nótt og hafi skýrt frá málsatvikum í smáatriðum.

Maðurinn var yfirheyrður í nótt og var Neumann viðstaddur. Hann segir að maðurinn hafi verið samvinnuþýður og hafi farið yfir atburðarásina. Neumann vildi ekki segja hvað afstöðu maðurinn hefur til kærunnar á hendur honum.

Hann gat heldur ekki svarað af hverju maðurinn myrti fólkið með boga og örvum.

Maðurinn er 37 ára danskur ríkisborgari. Hann á danska móður og norskan föður og ólst upp í Noregi.

Hann verður færður fyrir dómara í dag þar sem lögreglan mun krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Hann verður einnig yfirheyrður aftur í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd
Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum