fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Fimm látnir í Kongsberg – 37 ára Dani í haldi lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 03:29

Hér sést ein af örvunum sem morðinginn skaut. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur staðfest að fimm voru drepnir í Kongsberg í gærkvöldi og að 37 ára danskur ríkisborgari sé í haldi lögreglunnar vegna málsins. Að minnsta kosti tveir særðust en ekki alvarlega.

Hinn handtekni er nú vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Drammen. Lögreglan sendir frá sér fréttatilkynningu með upplýsingum um hinn handtekna þar sem hún vildi gera út af við umræður og kjaftasögur á samfélagsmiðlum.

Fredrik Neumann, verjandi hins handtekna, kom á lögreglustöðina skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en vildi ekki ræða við fjölmiðla.

Hinn handtekni er grunaður um að hafa orðið fimm manns að bana og að hafa sært tvo. Annar hinna særðu er lögreglumaður sem var í fríi og því ekki einkennisklæddur.

Maðurinn fór yfir töluvert stórt svæði í Kongsberg og skaut á fólk, meðal annars í matvöruversluninni Coop Extra. Segja norskir fjölmiðlar að hann hafi myrt nokkra þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar