fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Fimm látnir í Kongsberg – 37 ára Dani í haldi lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 03:29

Hér sést ein af örvunum sem morðinginn skaut. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur staðfest að fimm voru drepnir í Kongsberg í gærkvöldi og að 37 ára danskur ríkisborgari sé í haldi lögreglunnar vegna málsins. Að minnsta kosti tveir særðust en ekki alvarlega.

Hinn handtekni er nú vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Drammen. Lögreglan sendir frá sér fréttatilkynningu með upplýsingum um hinn handtekna þar sem hún vildi gera út af við umræður og kjaftasögur á samfélagsmiðlum.

Fredrik Neumann, verjandi hins handtekna, kom á lögreglustöðina skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en vildi ekki ræða við fjölmiðla.

Hinn handtekni er grunaður um að hafa orðið fimm manns að bana og að hafa sært tvo. Annar hinna særðu er lögreglumaður sem var í fríi og því ekki einkennisklæddur.

Maðurinn fór yfir töluvert stórt svæði í Kongsberg og skaut á fólk, meðal annars í matvöruversluninni Coop Extra. Segja norskir fjölmiðlar að hann hafi myrt nokkra þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum