fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Fimm látnir í Kongsberg – 37 ára Dani í haldi lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 03:29

Hér sést ein af örvunum sem morðinginn skaut. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur staðfest að fimm voru drepnir í Kongsberg í gærkvöldi og að 37 ára danskur ríkisborgari sé í haldi lögreglunnar vegna málsins. Að minnsta kosti tveir særðust en ekki alvarlega.

Hinn handtekni er nú vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Drammen. Lögreglan sendir frá sér fréttatilkynningu með upplýsingum um hinn handtekna þar sem hún vildi gera út af við umræður og kjaftasögur á samfélagsmiðlum.

Fredrik Neumann, verjandi hins handtekna, kom á lögreglustöðina skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en vildi ekki ræða við fjölmiðla.

Hinn handtekni er grunaður um að hafa orðið fimm manns að bana og að hafa sært tvo. Annar hinna særðu er lögreglumaður sem var í fríi og því ekki einkennisklæddur.

Maðurinn fór yfir töluvert stórt svæði í Kongsberg og skaut á fólk, meðal annars í matvöruversluninni Coop Extra. Segja norskir fjölmiðlar að hann hafi myrt nokkra þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku