fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Fjarlægðu eitt kíló af nöglum, skrúfum og rakvélablöðum úr maga manns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einum mánuði gleypti maður, sem býr í borginni Klaipeda í Litháen, rúmlega eitt kíló af litlum málmhlutum. Þetta gerði hann eftir að hann hætti að drekka áfengi.

Skurðlæknar á háskólasjúkrahúsinu Klaipeda fjarlægðu þetta úr maga hans á fimmtudaginn og má því segja að vinnudagurinn hafi verið mjög óvenjulegur hjá þeim.

Maðurinn kom á sjúkrahúsið og kvartaði undan miklum magaverkjum. Röntgenmyndataka leiddi í ljós að hann var með allt að 10 sentimetra langa málmhluti í maganum. Þeir höfðu skaðað fremsta hluta magans og var maðurinn í lífshættu.

Hann var því skorinn upp og fjarlægðu læknar rúmlega eitt kíló af nöglum, skrúfum, rakvélablöðum, tréskrúfum og öðrum aðskotahlutum úr maga mannsins. Aðgerðin tók rúmlega þrjár klukkustundir. LRT skýrir frá þessu.

Maðurinn skýrði læknum ekki frá undarlegu mataræði sínu þegar hann mætti á sjúkrahúsið en læknar sögðu í samtali við LRT að hann hafi byrjað að gleypa málmhluti eftir að hann hafði hætt að neyta áfengis fyrir um mánuði síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Í gær

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?