fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Fiskurinn hvarf frá La Palma mörgum vikum áður en eldgosið hófst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 22:00

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómenn á La Palma segja að fiskurinn í sjónum við eyjuna hafi horfið nokkrum mánuðum áður en yfirstandandi eldgos hófst á eyjunni. Þeir telja að fiskurinn hafi fundið að eldfjallið væri að undirbúa gos.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Frode Vikebø, hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, að ekki sé ólíklegt að fiskurinn hafi fundið að eitthvað væri í uppsiglingu.

Nicolás San Luis, sjómaður í Tazacorte á La Palma, sagði að venjulega væri sjórinn hlýr við yfirborðið en kaldari eftir því sem neðar dregur. Á þessu ári hafi hann verið hlýr við yfirborðið og enn hlýrri þar fyrir neðan. Sjómennirnir hafi ekki skilið í þessu. „Nú vitum við að fiskurinn hlýtur að hafa fundið fyrir eldfjallinu,“ sagði hann í samtali við El Mundo.

Vikebø sagði að ekki sé útilokað að fiskurinn hafi fundið fyrir truflunum áður en gosið hófst. Hugsanlega sé um hljóð að ræða, titring eða hitabreytingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi