fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Pressan

Segja að sterkar sannanir séu komnar fram um áhrif bóluefnanna gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 05:21

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir vísindamenn segja að tölur sem hafa borist frá Ísrael að undanförnu sé mjög jákvæðar og sýni vel að bóluefnin gegn kórónuveirunni séu að virka mjög vel. Tölurnar sýna að fólk, yfir sextugu, veiktist miklu síður af veirunni og varð minna veikt ef það hafði verið bólusett en þeir sem ekki höfðu verið bólusettir. Áhrifanna fór að gæta um tveimur vikum eftir að fólkið fékk fyrri sprautuna.

Ísraelsmenn eru komnir lengst allra þjóða í að bólusetja gegn veirunni en búið er að gefa rúmlega 40% þjóðarinnar fyrri sprautuna gegn veirunni og nú virðist smitkúrvan vera farin að breytast og lækka.

Þetta er að mati danskra sérfræðinga fyrsta sönnunin fyrir að bóluefnin virki ekki bara í tilraunum heldur einnig í hinum raunverulega heimi. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

„Þetta er mjög sannfærandi,“ hefur blaðið eftir Lone Simonsen, prófessor sem rannsakar heimsfaraldra, hjá háskólanum í Hróarskeldu.

Samkvæmt tölum frá Our World in Data hefur nýjum smitum fækkað um fjórðung á síðustu viku. Þetta á við um allan heiminn. Í mörgum löndum hefur verið gripið til harðra sóttvarnaaðgerða og skila þær þessum árangri að mati Simonsen í bland við bólusetningu.

Hún benti á að niðurstaða nýrrar ísraelskrar rannsóknar gefi tilefni til bjartsýni. Hún náði til 50.000 bólusettra Ísraelsmanna, 60 ára og eldri, og var fylgst með hvernig fólk brást við bólusetningunni og hversu margir smituðust af veirunni. Hópurinn var borinn saman við hóp 400.000 Ísraelsmanna á sama aldri en í honum var bæði bólusett og óbólusett fólk. Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að í fyrri hópnum, sem var bólusettur frá 19. til 24. desember fór að sjást mikil fækkun smita um tveimur vikum eftir að fólkið fékk fyrri sprautuna. Fækkun smita var miklu meiri en í samanburðarhópnum. Eftir 23 daga hafði smitum fækkað um rúmlega 60% í fyrri hópnum sem var miklu meiri fækkun en í samanburðarhópnum. Einnig hafði innlögnum á sjúkrahús fækkað mikið. „Þetta er sterk sönnun fyrir að bóluefnið virkar á fólk 60 ára og eldra og það er gott að sjá það strax eftir fyrri skammtinn,“ sagði Simonsen.

Christian Wejse, sem vinnur að faraldsfræðirannsóknum hjá Árósaháskóla, er sammála Simonsen og sagði að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að hér sé ekki eingöngu um áhrif sóttvarnaaðgerða að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há