fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Vísindamenn segja óhugnanlega framtíð blasa við

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 09:00

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn, sem byggir á 150 eldri rannsóknum um stöðu heimsins, er ekki fögur lesning því í henni er dregin upp óhugnanleg mynd af framtíð jarðarinnar. Það voru 17 leiðandi vísindamenn á heimsvísu sem gerðu rannsóknina. Þeir segja að heimsleiðtogar vanmeti algjörlega hversu slæmar framtíðarhorfurnar eru.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir segi, á grunni nýrrar spár, að sífellt hraðari loftslagsbreytingar og tap á líffræðilegum fjölbreytileika ógni tilvist allra lífvera á jörðinni. Eina vonin sé að leiðtogar heimsins taki sig saman í andlitinu og grípi til aðgerða núna.

Niðurstöður vísindamannanna eru byggðar á niðurstöðum 150 rannsókna sem snúast um ýmislegt tengt yfirstandandi breytingum á loftslaginu og öðru hér á jörðinni. Niðurstaðan er að jörðin sé að breytast á „miklu alvarlegri hátt en áður hefur verið talið“ af „bæði leikmönnum og mjög sérhæfðum sérfræðingum“.

Eitt af vandamálunum er að það líður langur tími á milli þess að eyðilegging af ákveðnu tagi hafi afleiðingar fyrir samfélagið og efnahagslífið. Af þessum sökum sé erfitt að sjá stóra samhengið. „Mannkynið ber ábyrgð á að jörðin verður sífellt verr í stakk búin til að viðhalda flóknu lífi,“ segir Corey Bradshaw, prófessor og stjórnandi rannsóknarinnar, í niðurstöðu hennar.

Sérfræðingar hafa áratugum saman varað við afleiðingum ágangs okkar mannanna á auðlindir jarðarinnar og sagt að við séum nærri þeim punkti þar sem ekki verður aftur snúið. Til dæmis hafa samtökin World Wide Fund for Nature sýnt fram á að stofnstærð villtra dýra hefur að meðaltali minnkað um 68% síðust fjóra áratugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi