fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Sá Simpson valdaskiptin í Hvíta húsinu fyrir?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 05:23

Klæðaburðurinn er ekki ólíkur. Skjáskot/Thebarefoodbandit/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris er nýtekin við embætti sem varaforseti Bandaríkjanna, fyrst kvenna. Margir aðdáendur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hafa að undanförnu bent á að í þætti frá árinu 2000 hafi nánast verið spáð fyrir um valdaskiptin sem fóru fram í Hvíta húsinu á miðvikudaginn.

Í þættinum „Bart to the Future“ frá 2000 kemur Lisa Simpson mikið við sögu. Hún sver þá eið sem forseti Bandaríkjanna. Það er auðvitað reginmunur á henni og Harris því Harris er af holdi og blóði en Lisa bara gul teiknimyndapersóna. Auk þess er Harris varaforseti en Lisa tekur við embætti forseta. En margir aðdáendur telja sig samt sem áður sjá ákveðin líkindi með þeim. „Kamala Harris er í raun Lisa Simpson – ég elska þetta,“ skrifaði einn aðdáandi á Twitter.

En það er ekki bara þetta með konurnar og embættistöku þeirra sem vekur athygli í þessum ákveðna þætti af Simpson því í honum tekur Lisa við embætti af engum öðrum en Donald Trump! „Þetta var aðvörun um framtíðina,“ sagði handritshöfundurinn Dan Greaney í samtali við Hollywood Reporter 2016.

Í einu atriði þáttarins er Lisa í forsetaskrifstofunni og er starfsfólkið að segja henni að Bandaríkin séu nánast gjaldþrota vegna þess sem fyrri forseti gerði. „Eins og þið vitið þá tókum við, við slæmu búi af Donald Trump,“ segir Lisa í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“