fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Biden kynnti COVID-19 aðgerðaáætlun byggða á „vísindum en ekki stjórnmálum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 18:00

Joe Biden kynnir aðgerðaáætlun vegna heimsfaraldursins. Bak við hann standa Kamala Harris, varaforseti, og Dr. Anthony Fauci.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var fyrsti heili dagur Joe Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sat ekki auðum höndum og skrifaði undir fjölda forsetatilskipana um mál sem þola enga bið að hans mati. Meðal þess sem hann skrifaði undir voru tilskipanir um að ferðamenn, sem koma til Bandaríkjanna, þurfi að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr kórónuveirusýnatöku. Einnig skrifaði hann undir tilskipun um að enn meira magns bóluefna gegn kórónuveirunni verði aflað.

CNN skýrir frá þessu. „Áætlun okkar er yfirgripsmikil, byggð á vísindum, ekki stjórnmálum. Hún er byggð á sannleika, ekki afneitun og hún er nákvæm,“ sagði Biden í gær þegar hann kynnti 198 blaðsíðna aðgerðaáætlun gegn heimsfaraldrinum.

Fyrsta skrefið er að bólusetja af fullum krafti en Biden hefur sett það markmið að búið verði að bólusetja 50 milljónir manna á fyrstu 100 dögum hans í embætti. Það er að þessar 50 milljónir verði búnar að fá þá tvo skammta sem þarf af þeim bóluefnum sem nú eru í boði.

Biden sagði að áætlunin hafi verið samin með aðkomu besta smitsjúdómasérfræðings landsins, Anthony Fauci, og fleiri sérfræðinga og ráðgjafa. Fauci var viðstaddur kynningu Biden á áætluninni. Biden sagði að Bandaríkjamenn muni heyra „miklu meira frá Dr. Fauci, ekki frá forsetanum, heldur frá alvöru sérfræðingum og vísindamönnum“.

Donald Trump, forveri Biden í Hvíta húsinu, lét mikið í sér heyra í tengslum við heimsfaraldurinn og talaði oft gegn því sem sérfræðingar hans sögðu. Nú verða vinnubrögðin önnur að sögn Biden. „Við munum tryggja að þeir verði lausir við pólitísk afskipti og að ákvarðanatakan verði eingöngu byggð á vísindalegum grunni og út frá heilbrigðissjónarmiðum, vísindi og heilbrigðissjónarmið og ekkert annað, ekki því hverjar pólitískar afleiðingar verða,“ sagði Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi