fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 20:30

Lloyd Austin. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lloyd Austin, fyrrum hershöfðingi, verður væntanlega varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Joe Biden sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í dag. Öldungadeild þingsins á þó enn eftir að samþykkja tilnefningar Biden í ráðherraembætti. Austin óttast að í her landsins séu öfgamenn sem séu í raun óvinir Bandaríkjanna. Hann vill því vinna að því að losa herinn við „kynþáttahatara og öfgasinna“.

„Ef tilnefning mín verður samþykkt mun ég berjast fyrir að stöðva kynferðisbrot og að kynþáttahatarar og öfgasinnar verðir fjarlægðir úr okkar röðum,“ sagði hann við yfirheyrslu hjá hermálanefnd öldungadeildarinnar í gær.

Hann sagðist einnig vilja skapa umhverfi þar sem allir, sem eru hæfir og áhugasamir geti þjónað landinu með sóma.

Ef öldungadeildin samþykkir tilnefningu hans verður hann fyrsti svarti varnarmálaráðherrann. Hann hefur heitið því að auka fjölbreytnina innan hersins en þar eru hvítir í miklum meirihluta í æðstu stöðum en þegar neðar dregur í goggunarröðinni er skiptingin jafnari á milli kynþátta.

Gögn frá varnarmálaráðuneytinu sýna að margir úr minnihlutahópum upplifa áreiti innan hersins vegna kynþáttar þeirra.

Árás stuðningsmanna Donald Trump á þinghúsið þann 6. janúar hefur einnig beint sjónum að öfgahægrimönnum og veru þeirra í hernum. „Verkefni hersins er að vernda Bandaríkin gegn óvinum okkar. En það getum við ekki gert ef sumir af þessum óvinum eru í okkar eigin röðum,“ sagði Austin við þingnefndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum