fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 20:30

Lloyd Austin. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lloyd Austin, fyrrum hershöfðingi, verður væntanlega varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Joe Biden sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í dag. Öldungadeild þingsins á þó enn eftir að samþykkja tilnefningar Biden í ráðherraembætti. Austin óttast að í her landsins séu öfgamenn sem séu í raun óvinir Bandaríkjanna. Hann vill því vinna að því að losa herinn við „kynþáttahatara og öfgasinna“.

„Ef tilnefning mín verður samþykkt mun ég berjast fyrir að stöðva kynferðisbrot og að kynþáttahatarar og öfgasinnar verðir fjarlægðir úr okkar röðum,“ sagði hann við yfirheyrslu hjá hermálanefnd öldungadeildarinnar í gær.

Hann sagðist einnig vilja skapa umhverfi þar sem allir, sem eru hæfir og áhugasamir geti þjónað landinu með sóma.

Ef öldungadeildin samþykkir tilnefningu hans verður hann fyrsti svarti varnarmálaráðherrann. Hann hefur heitið því að auka fjölbreytnina innan hersins en þar eru hvítir í miklum meirihluta í æðstu stöðum en þegar neðar dregur í goggunarröðinni er skiptingin jafnari á milli kynþátta.

Gögn frá varnarmálaráðuneytinu sýna að margir úr minnihlutahópum upplifa áreiti innan hersins vegna kynþáttar þeirra.

Árás stuðningsmanna Donald Trump á þinghúsið þann 6. janúar hefur einnig beint sjónum að öfgahægrimönnum og veru þeirra í hernum. „Verkefni hersins er að vernda Bandaríkin gegn óvinum okkar. En það getum við ekki gert ef sumir af þessum óvinum eru í okkar eigin röðum,“ sagði Austin við þingnefndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“