fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

IRA vildi útiloka Sinn Féin frá friðarviðræðunum á Norður-Írlandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. janúar 2021 08:00

Frá Norður-Írlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkasamtökin IRA vildu útiloka stjórnmálaarm sinn, Sinn Féin, frá friðarviðræðunum um framtíð Norður-Írlands í upphafi tíunda áratugarins. Þetta kemur fram í opinberum írskum skjölum frá 1990 sem voru nýlega opinberuð.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að í skjölunum komi fram að svokallað herráð IRA hafi sagt tveimur fangelsisprestum að það væri reiðubúið til viðræðna við bresk stjórnvöld en vildi ekki að Sinn Féin kæmi að samningaborðinu. Ástæðan var að leiðtogar flokksins þóttu of vinstri sinnaðir.

Leynd var létt af skjölunum þann 20. desember en þá höfðu þau notið leyndar í nákvæmlega 30 ár. Í þeim kemur meðal annars fram að prestarnir tveir hafi fengið þau skilaboð frá herráðinu að IRA væru reiðubúin til að leita leiða til að binda enda á ofbeldið og hefja viðræður við bresk stjórnvöld. Meðlimir herráðsins sögðu prestunum að Sinn Féin væri bara „sá flokkur sem kemst næst stefnu okkar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað