fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Himinhár kostnaður Dana vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 20:30

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ókeypis að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Því fá Danir að kenna á eins og aðrar þjóðir. Vegna nýrra og hertra sóttvarnaráðstafana, sem tóku gildi fyrir og um jólin, þá hækkaði reikningurinn vegna faraldursins um 200 milljarða danskra króna á einu bretti. Í heildina er nú talið að heildarkostnaðurinn verði 536 milljarðar króna. Þar með verður heimsfaraldurinn dýrari en fjármálakreppan sem skall á 2008.

Þetta er að minnsta kosti niðurstaða útreikninga Jesper Rangvid, prófessors við Copenhagen Business School. Børsen skýrir frá þessu. Fyrir um mánuði síðan kom hann með fyrsta mat sitt á hvað faraldurinn muni kosta danskt efnahagslíf og þá var upphæðin 336 milljarðar. En síðan skall enn ein bylgja faraldursins á og kallaði á nýjar sóttvarnaaðgerðir. Jókst kostnaðurinn þá um 200 milljarða að mati Rangvid.

Børsen segir að við þetta hafi kostnaðurinn á hvern Dana hækkað úr 60.000 krónum í 90.000 krónur.

Útreikningar Rangvid byggja á beinum kostnaði vegna faraldursins en einnig á því að það mun taka lengri tíma en áður var talið að koma hjólum efnahagslífsins aftur á fullan snúning.

Í árslok 2020 var spáð að hagvöxtur 2021 yrði 2,8% en á síðasta ári var samdráttur upp á 3,8%. Þessi spá var sett fram með miklum fyrirvörum því ekki er hægt að spá fyrir um þróun faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“