fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

41.000 ára beinagrind Neanderdalsbarns gæti leyst gamla ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. janúar 2021 14:15

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru það einungis nútímamenn, Homo sapiens, sem hafa stundað það að jarðsetja hina látnu eða gerðu aðrar tegundir manna, til dæmis Neanderdalsmenn, það einnig? Þetta hafa fornleifafræðingar deilt um árum saman en hugsanlegt er að nú hafi ljósi verið varpað á þetta hitamál.

Á síðustu 150 árum hafa tugir beinagrinda af Neanderdalsmönnum fundist í Evrópu og Asíu. Þær best varðveittu fundust í upphafi tuttugustu aldarinnar og því var nútímaaðferðum ekki beitt við uppgröft þeirra. Þetta varð til þess að efasemdir vöknuðu um útfararsiði Neanderdalsmanna.

En nú hefur ný rannsókn á 41.000 ára gamalli beinagrind af barni af ætt Neanderdalsmanna, sem fannst í helli í Frakklandi á áttunda áratugnum, varpað nýju ljósi á málið. Rannsóknin sýnir að Neanderdalsmenn jarðsettu látna af ráðnum hug. CNN skýrir frá þessu.

Franskir og spænskir vísindamenn notuðu hátækniaðferðir nútímans til að rannsaka beinin á nýjan leik sem og staðinn þar sem þau fundust en það var í La Ferrassie í suðvesturhluta Frakklands. Niðurstaða þeirra er að lík barnsins, sem var tveggja ára, hafi verið lagt til hvílu í gröf sem var grafin í jörðina. Niðurstöðuna byggja þeir meðal annars á því að engin ummerki hafi verið um að hræætur hafi reynt að komast að líkinu og það að beinin hafi legið þétt saman bendir til að líkið hafi verið jarðsett fljótlega eftir andlátið. Einnig höfðu beinin varðveist vel í jarðveginum, betur en bein úr dýrum sem fundust í sömu jarðlögum. Það styrkir einnig niðurstöðu þeirra að líkinu var komið þannig fyrir að höfuðið benti í austur og lá hærra en restin af líkamanum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Scientific Reports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Slot tjáir sig um Isak
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvar kona var stungin upp úr þurru um hábjartan dag

Ógnvekjandi myndband sýnir hvar kona var stungin upp úr þurru um hábjartan dag